Um Samkeppnisráðgjöf


Allt efni á síðunni S@mkeppnisráðgjöf.is fjallar um samkeppnisrétt, þ.e.a.s. samkeppnislög og samkeppnisreglur, þ.m.t. samrunareglur, samkeppnisreglur EES samningsins og beitingu og túlkun reglnanna í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins, úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála, ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA, ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, í dómum EFTA dómstólsins og dómum dómstóla Evrópusambandsins og loks íslenskra dómstóla.

S@mkeppnisráðgjöf veitir ráðgjöf á hinum ýmsu sviðum laga og reglna sem er ætlað að  vernda  samkeppni og tryggja sanngjörn og réttlát samkeppnisskilyrði á markaði fyrirtækjum, neytendum og þjóðfélaginu í  heild til hagsbóta.
Eggert B.  Ólafsson lögfræðingur er aðalráðgjafi Samkeppnisráðgjafar.

eggerEggert hefur um árabil unnið að samkeppnismálum þ. á m. sem sérfræðingur hjá samkeppnisyfirvöldum á Íslandi og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Eftir lagapróf frá Háskóla Íslands 1979 nam Eggert félagarétt við háskólann  í Lundi í Svíþjóð til 1981. Á árunum 1981 til 1985 starfaði Eggert sem samkeppnisréttarlögfræðingur á Verðlagsstofnun en frá 1985 til 1998 rak Eggert lögmannsstofu í Reykjavík með áherslu á samkeppnisráðgjöf.

Frá 1998 til 2004 starfaði Eggert í Brussel, fyrst sem sjálfstæður lögmaður í Evrópurétti en síðar sem sérfræðingur í samkeppnis- og ríkisstyrkjadeild ESA. Eftir heimkomuna til Íslands vann Eggert m.a. sem samkeppnislögfræðingur hjá Glitni og Íslandsbanka en rekur nú Samkeppnisráðgjöf samhliða lögmannsstörfum hjá Lagaskil lögmannsstofu. Eggert hefur flutt og unnið að mörgum mikilvægum samkeppnis- og ríkisstyrkjamálum fyrir íslenskum og evrópskum samkeppnisyfirvöldum, þ.m.t.  EFTA – dómstólnum.

Samkeppnisráðgjöf 
Sími: 5200 900 / 861 6902
Nettfang: olafsson@samkeppnisradgjof.is  eða  eggert@lagaskil.is