Um Samkeppnisráðgjöf.is


Allt efni á vefsíðunni Samkeppnisráðgjöf.is fjallar um samkeppnisrétt, þ.e.a.s. samkeppnislög og samkeppnisreglur, þ.m.t. samrunareglur, samkeppnisreglur EES samningsins og beitingu og túlkun samkeppnisréttar eins og hún birtist í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins, úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála, ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA, ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, í dómum EFTA dómstólsins og dómum dómstóla Evrópusambandsins og loks íslenskra dómstóla og annarra dómstóla í aðildarríkjum EES samningsins.

Á vef S@mkeppnisráðgjafar er að finna upplýsingar um og skýringar á efni samkeppnisréttar, þ.m.t. samrunareglna (samrunaréttar) (sjá efnisflokka á forsíðu).
Eggert B. Ólafsson lögmaður heldur úti  vefnum  S@mkeppnisráðgjöf.is  og veitir ráðgjöf í samkeppnismálum.

eggerEggert hefur um árabil unnið að samkeppnismálum þ. á m. sem sérfræðingur hjá samkeppnisyfirvöldum á Íslandi og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Eftir lagapróf frá Háskóla Íslands 1979 nam Eggert félagarétt við háskólann í Lundi í Svíþjóð 1979 til 1981. Á árunum 1981 til 1985 starfaði Eggert sem samkeppnisréttarlögfræðingur á Verðlagsstofnun en frá 1985 til 1998 rak Eggert lögmannsstofu í Reykjavík með áherslu á samkeppnisráðgjöf.

Frá 1998 til 2004 starfaði Eggert í Brussel, fyrst sem sjálfstæður lögmaður í Evrópurétti en síðar sem sérfræðingur í samkeppnis- og ríkisstyrkjadeild ESA. Eftir heimkomuna til Íslands vann Eggert m.a. sem samkeppnislögfræðingur hjá Glitni og Íslandsbanka en heldur nú úti vefsíðu  S@mkeppnisráðgjafar samhliða lögmannsstörfum hjá Lagaskilum lögmannsstofu. Eggert hefur flutt og unnið að mörgum mikilvægum samkeppnis- og ríkisstyrkjamálum fyrir íslenskum og evrópskum samkeppnisyfirvöldum, þ.m.t.  EFTA – dómstólnum. Þá hefur Eggert í fjölda samruanmála gegnt starfa sérstaks kunnáttumanns / óháðs eftirlitsaðila með framkvæmd skilyrða  í sáttum samrunaaðila vð Samkeppniseftirlitið. 

Eggert B. Ólafsson / Lagaskil ehf.  
Sími: 5200 900 / 861 6902
Nettfang: eggert@logmannsstofan.is  eða  eggert@lagaskil.is

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *