Frægustu orð John Sherman öldungadeildarþingmanns

Eggert B. Ólafsson

Fyrstu samkeppnislögin í númtímaskilningi eru gjarnan talin vera hin svonefndu Shermanlög í Bandaríkjunum sem sett voru 1890 og kennd eru við aðalfrumkvöðulinn að setningu þeirra, John Sherman öldungadeildarþingmann frá Ohio. Á síðunni “Brot úr sögunni”  hér á vefsíðu Samkeppnisráðgjafar er nú að finna þann kafla úr ræðu John Sherman sem mest er sennilega vitnað í þegar fjallað er um aðdragandann að lagasetningunni. Ræðan var flutt 21. mars 1890 þegar frumvarpið að lögunum var til umræðu í öldungadeild Bandaríkjaþings.