Category Archives: Fréttir

samrunamál

Bylgja samruna í ferðaþjónustu

Eggert B. Ólafsson

Báran sjaldan ein er stök þegar um samþjöppun er að ræða í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það er algengt þegar tilkynningarskyldur samruni verður í atvinnugrein þar sem samrunar hafa verið sjaldséðir að aðrir samrunar fylgi í  kjölfarið innan sömu atvinnugreinar. Svona hefur þetta t.d. verið á markaði fasteignafélaga og í útgerð og fiskvinnslu og núna virðist vera hafin bylgja samruna í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Bylgjuhreyfingin byrjaði þó sennilega fyrir um einu ári  þegar fór að bera á kaupum fjárfestingafélaga í ferðaþjónustu. Eldey fjárfestingssjóður á vegum Íslandssjóða keypti í Norðursiglingu á Húsavík um mitt síðasta ár og um haustið keypti fjárfestingasjóðurinn Horn III Hagvagna og Hópbíla. Í sumar höfum við svo fengið fréttir af sameiningum fyrirtækja sem sérhæfa sig í sölu á upplifunarferðum eins og jöklaferðum, flúðasiglingum, fjallgönguferðum auk hefðbundinna skoðunarferða (samruni Extreme Iceland og Artic Adventures). Í síðustu viku var tilkynnt um yfirtöku Iceland Travel á Gray Line og nú í þessari viku var sagt frá því að Eldey og Íslenskir fjallaleiðsögumenn væru að kaupa meirihluta í Arcanum ferðaþjónustu.

Afskipti Samkeppniseftirlitsins af þessum samrunum.

Það er athyglisvert hve fjölbreyttir þessir samrunar eru að gerð, þ.e.a.s. bæði er um samsteypusamruna að ræða, (fjárfestingafélag + ferðaþjónustufyrirtæki) lóðrétta samruna (Iceland Travel + Gray Line) og lárétta samruna eins og í tilviki Extreme Iceland og Artic Adventures.

Að því er samsteypusamrunana varðar og yfirtökur á fyrirtækjum í raunhagkerfinu af hálfu fjárfestingafélaga eða fjárfestingasjóða, sem bankar og lífeyrissjóðir standa á bak við, er það orðið „standard practice“ hjá Samkeppniseftirlitinu að setja slíkum samrunum skilyrði. Það var gert þegar Horn III náði yfirráðum í  Hagvögnum og Hópbílum og það mun einnig verða gert núna vegna samruna Eldeyjar- Fjallaleiðsögumanna og Arcanum, þ.e.a.s. ef samruninn er af tilkynningarskyldri stærðargráðu. (Samruni er tilkynningarskyldur til  Samkeppniseftirlitsins ef  velta samrunaaðila nær 2 milljörðum króna  samtals og  velta eins (annars) samrunaaðilanna nær a.m.k. 200 milljónum króna). Skilyrðin sem Samkeppniseftirlitið setur orðið yfirtökum fjárfestingasjóða ganga einkum út á að tryggja að hin yfirteknu fyrirtæki verði stjórnunarlega og stjórnskipulega óháð eigendum sínum og að viðkvæmar viðskiptaupplýsingar berist  ekki vegna eignarhaldsins til keppinauta, birgja eða viðskiptavina yfirtekna fyrirtækisins.

Það er sameiginlegt samsteypusamrunum og lóðréttum samrunum að almennt hafa þeir síður í för með sér samkeppnisleg vandkvæði heldur en láréttir samrunar. Þó geta hinir fyrrnefndu skapað hættu á upplýsingaleka, (eins og í tilvikum fjárfestingafélaga sem eiga í mörgum félögum og/eða þar sem samþjöppun hefur orðið í eignarhaldi) eða útilokun keppinauta frá markaði ef markaðshlutdeild beggja samrunaaðila er há á viðkomandi mörkuðum.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver markaðshlutdeild Iceland Travel og Gray Line er á þeim mörkuðum sem þessi fyrirtæki eru. Það er því erfitt að segja fyrir um hvaða augum Samkeppniseftirlitið muni líta þann samruna. Vegna annarra atriða sem litið er til við mat á samrunum (sem of langt mál væri að gera grein fyrir í stuttum pistli) á undirritaður þó síður von á að Samkeppniseftirlitið hafi afskipti af yfirtökunni, jafnvel þótt markaðshlutdeild Iceland Travel reynist vera töluverð á markaði skipulagðra hópferða/skoðunarferða.

Hagar una ógildingu Samkeppniseftirlitsins á samrunanum við Lyfju

Eggert B. Ólafsson hjá Samkeppnisráðgjöf sagði í viðtali við Viðskiptablaðið hinn 19. júlí s.l. að hann teldi ólíklegt að Hagar myndu kæra ógildingu Samkeppniseftirlitsins til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í gær, 10. ágúst, birti Kjarninn þessa frétt:
“Stjórn smá­sölu­fyr­ir­tæk­is­ins Haga hefur ákveðið að áfrýja ekki nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að hafna sam­runa Haga og Lyfju síðan 17. júlí síð­ast­lið­inn. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­innar í dag.
Hagar telja að sama nið­ur­staða muni koma úr áfrýj­un­ar­ferl­inu, enda „er ljóst að nið­ur­staða áfrýj­un­ar­nefndar myndi að mestu byggja á end­ur­skoðun á þeim upp­lýs­ingum sem þegar hefur verið aflað af eft­ir­lit­in­u“, eins og segir í til­kynn­ing­unni sem barst í dag.”

Ógilding samruna Haga og Lyfju

Nokkrir lykilkaflar úr ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um samruna Haga og Lyfju

Mismunur á smásölumarkaði með almennar  og  „sér“ snyrtitvörur  hér á landi og stærri ríkja í kringum okkur.

„Hagkaup er dæmi um smásala hér á landi sem selur í sömu verslun „sér“ og almennar vörur með aðgreindum hætti. Að mati Samkeppniseftirlitsins er hins vegar ljóst að íslenski hreinlætis- og snyrtivörumarkaðurinn er um margt sérstakur að því leyti að ekki eru starfandi á markaðnum stórar sérverslanir með mikið og fjölbreytt úrval hreinlætis- og snyrtivara, þ.e. þar sem bæði almennar og „sér“ hreinlætis- og snyrtivörur frá mörgum framleiðendum eru seldar og viðskiptavinir geta gert mest af sínum innkaupum í hreinlætis og snyrtivörum á einum og sama stað, líkt og algengt er erlendis. Dæmi um slíkar þekktar verslanakeðjur sem starfræktar eru erlendis mætti t.d. nefna Matas, Sephora og Boots. Umræddar verslanakeðjur selja allar mjög fjölbreytt úrval hreinlætis- og snyrtivara, bæði almennar og „sér“, frá mörgum þekktum framleiðendum. Verslanirnar selja fjölbreytt úrval innan hvers flokks, s.s. hvers konar förðunarvörur fyrir andlit, augu og neglur; hvers konar húðvörur fyrir andlit, hendur og líkama, þ. á m. andlitskrem, body lotion, sturtugel, sápur, svo og ilmi bæði fyrir karlmenn og konur. Auk þess eru ýmsar aðrar vörur seldar í verslununum sem flokkast sem hreinlætisvörur, s.s. tannvörur hvers konar, dömubindi o.fl. Þá selja Matas og Boots einnig ýmsar heilsuvörur, s.s. vítamín og bætiefni.

Þróunin hefur verið með þeim hætti hér á landi að lyfjaverslanir hafa að miklu leyti sinnt eftirspurn neytenda eftir alhliða verslun með fjölbreytt úrval hreinlætis- og snyrtivara í öllum undirflokkum, þ.e. förðunarvörum, húðvörum, hárvörum og öðrum hreinlætisvörum, frá mörgum framleiðendum. Erlendir framleiðendur hafa m.a. talið umgjörð þeirra fullnægja kröfum til að selja „sér“ hreinlætis-og snyrtivörur. Þá fullnægja hreinlætis- og snyrtivörudeildir verslana Hagkaupa, þrátt fyrir að verslunin flokkist almennt sem dagvöruverslun, einnig kröfum erlendra framleiðenda um sölu á „sér“ – hreinlætis – og snyrtivörum, og selja verslanir Hagkaupa fjölbreytt úrval bæði af almennum og „sér“ – hreinlætis- og snyrtivörum frá mörgum framleiðendum, meðan aðrar dagvöruverslanir gera það í óverulegum mæli. Eru verslanir Hagkaupa að þessu leyti mjög frábrugðnar öðrum dagvöruverslunum.“ (bls. 35 í ákvörðuninni).

Eggert B. Ólafsson

Eggert B. Ólafsson á Kjarnanum

Alda samruna ríður yfir

Mikil sam­þjöppun er í ferða­þjón­ustu um þessar mund­ir, sam­kvæmt Egg­erti Ólafs­syni, lög­fræð­ingi sem sér­hæfir sig í sam­keppn­is­mál­um. Sam­kvæmt honum er ekki búist við því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið gagn­rýni sam­runa Iceland Tra­vel og Gray Line, jafn­vel þótt sam­eig­in­leg mark­aðs­hlut­deild félag­anna gæti verið mik­il.

Egg­ert birti grein um málið á vef Sam­keppn­is­ráð­gjafar, en í henni er greint frá fjölda sam­runa félaga innan ferða­þjón­ust­unn­ar. Sú fyrsta hafi senni­lega verið fyrir um einu ári síðan þegar fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn Eldey keypti í Norð­ur­sigl­ingu á Húsa­vík. Seinna um árið hafi sjóð­ur­inn Horn III svo keypti Hag­vagna og Hóp­bíla, en Kjarn­inn fjall­aði um kaupin fyrir stuttu

Í sumar hafi svo borið meira á sam­ein­ingum fyr­ir­tækja sem sér­hæfa sig í sölu á upp­lif­un­ar­ferðum og skoð­un­ar­ferða, líkt og með sam­runa Extreme Iceland og Arctic Adventures í maí síð­ast­liðn­um. Í síð­ustu viku var til­kynnt um yfir­töku Iceland Tra­vel á Gray Line og nú í þess­ari viku var sagt frá því að Eldey og Íslenskir fjalla­leið­sögu­menn væru að kaupa meiri­hluta í Arc­anum ferða­þjón­ustu.

Vikið er að því í grein­inni hversu fjöl­breyttir sam­run­arnir eru að gerð. Í fyrsta lagi séu það sam­steypu­sam­runar milli atvinnu­greina (Eldey og Norð­ur­sigl­ing), í öðru lagi lóð­réttir sam­runar innan ferða­þjón­ust­unnar (Iceland Tra­vel og Gray Line) og í þriðja lagið láréttir sam­runar (Extreme Iceland og Arctic Adventures).

Það sé sam­eig­in­legt sam­steypu­sam­r­unum og lóð­réttum sam­r­unum að almennt hafi þeir síður í för með sér sam­keppn­is­leg vand­kvæði heldur en lárétt­ir. Þó geti hinir fyrr­nefndu skapað hættu á upp­lýs­inga­leka, eða úti­lokun keppi­nauta frá mark­aði ef mark­aðs­hlut­deild beggja sam­runa­að­ila sé há.

Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hver mark­aðs­hlut­deild Iceland Tra­vel og Gray Line sé á við­kom­andi mörk­uð­um. Þó telur Egg­ert ekki senni­legt að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geri veiga­miklar athuga­semdir við sam­runa fyr­ir­tækj­anna, jafn­vel þótt mark­aðs­hlut­deild þeirra kunni að vera stór