Brot úr sögu samkeppni

Valdar greinar um einokun, fyrstu samkeppnislöggjöfina og stofnanir henni tengdar.

Einokun – Ólíkt var hafist að

Einokunarverslun á Íslandi komið á  –  á Englandi var einokunarleyfi dæmt ólöglegt

Árið 1602 komst hin illræmda einokunarverslun danskra kaupmanna á hér á landi.  Stóð hún í 185 ár.  Með einokunartilskipuninni fengu danskir kaupmenn, gegn  leyfisgjaldi, einkaleyfi til að versla á Íslandi og var landsmönnum óheimilt að versla við aðra. Verð á varningi til kaups og sölu var háð verðlagsákvæðum eða kauptaxta. Þegar verst lét  á þessu 185 ára tímabili var landinu einnig skipt upp á milli kaupmanna, kallað umdæmis- eða kaupsvæðaverslun, og var landsmönnum refsað fyrir að eiga  viðskipti við kaupmenn utan kaupsvæðisins sem þeir tilheyrðu, sbr þessi saga:

“Skammt frá Vogum á Vatnsleysuströnd átti eitt sinn heima Hólmfastur Guðmundsson. Árið 1699 seldi hann í Keflavík þrettán fiska sem kaupmaðurinn í Hafnarfirði hafði ekki viljað kaupa. Þetta komst upp og var Hólmfastur dæmdur í sekt. Sektina gat hann ekki greitt því hann átti ekki neitt nema eitt ónýtt bátsskrifli og var hann því hýddur (16 vandarhögg) í votta viðurvist. Með því að selja ekki þeim kaupmanni, sem einokunarlögin mæltu fyrir að hann skyldi selja afurðir sínar, braut Hólmfastur lög og var refsað fyrir það.” Texti af bloggsíðu Sæmundar Bjarnasonar.

Sama ár, sem var næstsíðasta árið sem  Elísabet I. Englandsdrottning ríkti, var kveðinn upp tímamótadómur á Englandi:

Case of Monopolies

Edward Darcy Esquire v Thomas Allin of London Haberdasher (1602) 74 ER 1131, most widely known as the Case of Monopolies, was an early landmark case in English law, establishing that the grant of exclusive rights to produce any article was improper (monopoly). The reasoning behind the outcome of the case, which was decided at a time before courts regularly issued written opinions, was reported by Sir Edward Coke.

The plaintiffEdward Darcy, a Groom of the Chamber in the court of Queen Elizabeth, received from the Queen a license to import and sell all playing cards to be marketed in England. This arrangement was apparently secured in part by the Queen’s concern that card-playing was becoming a problem among her subjects and that having one person control the trade would regulate the activity. When the defendant, Thomas Allin, a member of the Worshipful Company of Haberdashers, sought to make and sell his own playing cards, Darcy sued, bringing an action on the case for damages.

The Queen’s Bench court delivered judgment for the defendant, resolving that the Queen’s grant of a monopoly was invalid, for several reasons:

  1. Such a monopoly prevents persons who may be skilled in a trade from practicing their trade, and therefore promotes idleness.
  2. Grant of monopoly damages not only tradesmen in that field, but everyone who wants to use the product, because the monopolist will raise the price, but will have no incentive to maintain the quality of the goods sold.
  3. The Queen intended to permit this monopoly for the public good, but she must have been deceived because such a monopoly can be used only for the private gain of the monopolist.

Þýðing málsins:

Darcy v Allin was the first definitive statement by a court that state-established monopolies are inherently harmful and therefore contrary to law. The case has since come to be known as The Case of Monopolies, and the arguments set forth therein have served as the basis for modern antitrust and competition law.

Tekið upp úr Wikipedia.

_____________________________________________________

Samkeppnisstofnun verður til 

Samkeppnisstofnun varð til með lögum nr.  8/1993. Þau lög báru einfaldlega heitið “samkeppnislög”. Framkvæmd laganna var í höndum samkeppnisráðs og  Samkeppnisstofnunar. Þessi lög leystu af hólmi lög nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Framkvæmd þeirra laga var í höndum verðlagsráðs, samkeppnisnefndar og verðlagsstofnunar.

Samkeppnisstofnun náði 13 ára aldri. Með núgildandi samkeppnislögum nr. 44/2005, sem fólu í sér skipulagsbreytingu á framkvæmd samkeppnismála, var Samkeppnisstofnun lögð niður og við tók Samkeppniseftirlitið sem starfar enn.

Óhætt er að segja að Samkeppnisstofnun hafi verið afkastamikil sem eftirlitsaðili með samkeppnislögum. Umfangsmesta málið sem kom til kasta Samkeppnisstofnunar var án efa hið svonefnda olíumál, samráðsmál olíufélaganna, en ákvörðun Samkeppnisstofnunar í því máli leit dagsins ljós 28. október 2004.

Samkeppnisstofnun sektaði stóru olíufélögin þrjú um  1,1 milljarð króna hvert fyrir samfellt brot á samkeppnislögum sem stóð yfir í a.m.k tæp níu ár. Vegna samstarfs við Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, var stjórnvaldssekt Olíufélagsins lækkuð í 605 milljónir króna og sekt Olís var lækkuð í 880 milljónir króna. Sekt Skeljungs var ekki lækkuð.

____________________________________________

Fyrstu samkeppnislögin – Fræg orð John Sherman öldungadeildarþingmanns

Fyrstu samkeppnislögin í númtímaskilningi eru gjarnan talin vera hin svonefndu Shermanlög í Bandaríkjunum sem sett voru 1890 og kennd eru við aðalfrumkvöðulinn að setningu þeirra, John Sherman öldungadeildarþingmann frá Ohio. Orð Shermans öldungadeildarþingmanns hafa orðið fleyg, ekki síst þessi kafli úr ræðu hans þegar hann mælti fyrir bandarísku samkeppnislögunum sem æ síðan hafa verið kennd við hann:

“It is sometimes said of these combinations [trusts] that they reduce prices to consumers by better methods of production, but all experience shows that this saving of cost goes to the pockets of the producer. The price to the consumer depends on the supply, which can be reduced at pleasure by the combination. It will vary in time and place by the extent of competition, and when that ceases it will depend on the urgency of the demand for the article. The aim is always for the highest price that will not check the demand, and for most of the necessaries of life, that is perennial and perpetual.

But they say competition is open to all. If you do not like our prices, establish another combination or trust. As was said by the supreme court of New York, when the combination already includes all or nearly all the producers, what room is there for another? And if another is formed and is legal, what is to prevent another combination? Sir, now the people of the United States as well as of other countries are feeling the power and grasp of these combinations, and are demanding of every Legislature and of Congress a remedy for this evil, only grown into huge proportions in recent times. They had monopolies and mortmains of old, but never before such giants as in our day. You must heed their appeal or be ready for the socialist, the communist, and the nihilist. Society is now disturbed by forces never felt before.

The popular mind is agitated with problems that may disturb social order, and among them all, none is more threatening than the inequality of condition, of wealth and opportunity that has grown within a single generation out of the concentration of capital into vast combinations to control production and trade and break down competition. These combinations already defy or control powerful transportation corporations and reach State authorities. They reach out their Briarean arms to every part of our country. They are imported from abroad. Congress alone can deal with them, and if we are unwilling or unable there will soon be a trust for every production and a master to fix the price for every necessity of life.”

(Úr ræðu John Shermans sem haldin var í öldungadeild Bandaríkjaþings 21. mars árið 1890).

Fyrsta frumvarp til samkeppnislaga á Íslandi

Frumvarp til samkeppnislaga var fyrst lagt fram hér á landi 1969. Frumvarpið náði ekki fram að ganga þar sem einn þingmanna Alþýðuflokksins, sem þá myndaði tæpan meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokki, reyndist andvígur frumavarpinu þegar á reyndi.

Hér má sjá fyrsta frumvarp til samkeppnislaga.

Tillaga Verslunarráðs að samkeppnislögum

Eftir seinni heimsstyrjöld hófu flest ríki Vestur-Evrópu sem ekki voru þegar með samkeppnislög að innleiða slík lög, og önnur ríki, eins og t.d. Svíþjóð þar sem fyrstu samkeppnislögin voru sett 1925, samþykktu ný samkeppnislög á 6. áratugnum. Lög sem höfðu að geyma samkeppnisreglur voru hins vegar ekki sett hér á landi fyrr en 1978, (lög um verðlag, samkeppni og óréttmæta viðskiptahætti nr. 56/1978). Ýmis  fyrirtæki og hagsmunasamtök í atvinnulífi höfðu þá um nokkurt skeið talað mikið um nauðsyn þess að setja lög sem hömluðu gegn einoknun og hringamyndun atvinnulífii, fyrst og fremst með Samband ísl. samvinnufélaga í huga.

Árið 1976 stóð Verzlunarráð Íslands fyrir gerð tillögu um hvernig slík lög skyldu hljóða.

hér má sjá tillöguna.

Bill Gates í vitnastúkunni fyrir að hindra samkeppni

Í maí 1998 hófust réttarhöld í Bandaríkjunum í máli bandaríska dómsmálaráðuneytisins og saksóknara í 20 ríkjum Bandaríkjanna gegn Microsoft sem var gefið að sök að hafa hindrað samkeppni með ólögmætum hætti til að ná einokun á hugbúnaðarmarkaði.

Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að Microsoft hefði bæði brotið gegn 1. og 2. grein Sherman-laganna frá 1890 sem banna tilburði til einokunar og samkeppnishamlandi samninga. Fyrirskipaði rétturinn að Microsoft skyldi skipt upp í tvö fyrirtæki, annað tæki yfir stýrikerfin, hitt skyldi reka aðra hugbúnaðarstarfsemi.

Eftir áfrýjun til millidómstig,  þar sem úrskurði Jacksons dómara var aftur vísað heim í hérað vegna ágalla á málsmeðferð, luku aðilar málinu með sátt sem endanlega var staðfest í júní 2004. Sáttin fól í sér að Microsoft skyldi deila forritunarviðmótum sínum með öðrum tölvufyrirtækjum.

Í réttarhöldunum gaf Bill Gates skýrslu fyrir Jackson dómara: Myndbandið að neðan sýnir hluta skýrslugjafarinnar.

Viðtal við Thomas Vinje

Það voru ekki einungis bandarísk samkeppnsiyfirvöld sem töldu að Microsoft hefði brotið samkeppnisreglur. Í júní 2012 lauk margra ára deilum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Microsoft með dómi General Court” Evrópusambandsins sem  staðfesti  sektarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar gagnvart Microsoft fyrir brot á fyrirmælum hennar. Myndbandið hér fyrir neðan sýnir viðtöl og yfirlýsingar ýmissa sem komu að þessum málaferlum, m.a. er viðtal við Thomas Vinje  aðallögmann þeirra sem kærðu Microsoft fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu, en Thomas Vinje flutti einmitt erindi á ráðstefnu hér á landi árið 2007 um Microsoft málið.