Um Samkeppnisráðgjöf


Samkeppnisráðgjöf
 veitir ráðgjöf á hinum ýmsu sviðum laga og reglna sem er ætlað að  vernda  samkeppni og tryggja sanngjörn og réttlát samkeppnisskilyrði á markaði fyrirtækjum, neytendum og þjóðfélaginu í  heild til hagsbóta.
Eggert B.  Ólafsson lögfræðingur er aðalráðgjafi  Samkeppnisráðgjafar.

eggerEggert hefur um árabil unnið að samkeppnismálum þ. á m. sem sérfræðingur hjá samkeppnisyfirvöldum á Íslandi og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Eftir lagapróf frá Háskóla Íslands 1979 var Eggert í framhaldsnámi við háskólann  í Lundi í Svíþjóð til 1981. Á árunum 1981 til 1985 starfaði Eggert sem samkeppnisréttarlögfræðingur hjá Verðlagsstofnun en frá 1985 til 1998 rak Eggert lögmannsstofu í Reykjavík með áherslu á samkeppnisráðgjöf.

Frá 1998 til 2004 starfaði Eggert í Brussel, fyrst sem sjálfstæður lögmaður í Evrópurétti en síðar sem sérfræðingur í samkeppnis- og ríkisstyrkjadeild ESA. Eftir heimkomuna til Íslands vann Eggert m.a. sem samkeppnislögfræðingur hjá Glitni og Íslandsbanka en rekur nú Samkeppnisráðgjöf samhliða lögmannsstörfum á Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eggert hefur verið með mörg mikilvæg samkeppnis- og ríkisstyrkjamál fyrir íslenskum og evrópskum samkeppnisyfirvöldum, auk þess að flytja mál fyrir EFTA – dómstólnum.

Samkeppnisráðgjöf 
Sími: 5200 900 / 861 6902
Nettfang: olafsson@samkeppnisradgjof.is  eða  eggert@lagaskil.is