Eins og sjá má af flæðikortinu að neðan, getur það skipt máli fyrir fyrirtæki sem er aðili að samningi eða samstarfi sem í sjálfu sér er samkeppnishamlandi en uppfyllir undanþáguskilyrði samkeppnisreglna, hvort samningurinn/samstarfið fellur hvort tveggja undir það ákvæði EES samningsins sem bannar samkeppnishamlandi samninga og 10 gr. íslenskra samkeppnislaga sem einnig bannar samkeppnishamlandi samninga eða hvort 10. gr. verði einungis beitt um viðkomandi samning/samstarf vegna þess að það hefur ekki áhrif á viðskipti milli aðildarríkja EES- svæðisins. Ef samningur fellur „aðeins“ undir 10. gr. samkeppnislaga og ekki er sótt um undanþágu fyrir hann, enda þótt hann sé undanþáguhæfur, virðist Samkeppniseftirlitið ekki að eigin frumkvæði taka til skoðunar hvort samningurinn sé undanþáguhæfur. (Klikkið á myndina til að stækka)
Eggert B. Ólafsson