Meðal þess þýðingarmesta í lagaumhverfi fyrirtækja eru samkeppninisreglur, bæði samkeppnisreglur íslenskra samkeppnislaga og samkeppnisreglur EES samningsins.
Það má segja að samkeppnisreglur horfi með tvennum hætti við fyrirtækjum.
Í fyrsta lagi þurfa fyrirtæki að fylgja samkeppnisreglum og að sjá til þess að athafnir þeirra á markaði stangist ekki á við þær. Það mætti kalla hina innri þýðingu samkeppnisreglna fyrir fyrirtæki. Geri þau það ekki geta legið við því þung viðurlög.
Ytri þýðing samkeppnisreglna eru þá þær skorður sem samkeppisreglur setja „hinum“ fyrirtækjunum á markaðnum, keppinautunum, að því er varðar viðskiptahegðun þeirra. Um leið og samkeppniseglur stuðla að efnahagslegri velferð þjóðféálgsins eru samkeppnsireglur því fyrirtækjum til verndar.
Hvoru tveggja þ.e. hin innri og ytri þýðing samkeppisreglna krefst þess að fyrirtæki geri sér í grófum dráttum grein fyrir hverjar samkeppiserglurnar eru; hvaða samkeppnisreglur gildi um starfsemi þess keppnutana og fyrirtæki sem vörur eða þjónusta er keypt af.
Samkeppislög eru nokkurn vegin eins uppbyggð í flestum ríkjum og er það ekki síst að rekja til áhrifa Evrópusambandsins. Í grunninn er þessi uppbygging einföld, byggir í raun á þremur meginreglum: (i) samningar og samstilltar aðgerðir sem takmarka samkeppni eru bannaðir. (ii) misnotkun markaðsyfirráða eru bönnuð og (iii) samrunar sem leiða til þess að samkeppni raskast með umtalsverðum hætti verul verða ógiltir
Viðkomandi ákvæði íslenskra samkeppnislaga sem hafa að geyma þessar meginreglur hljóða svo:
(i) Bann við samkeppnishamlandi samningum: Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar. (10. gr. samkeppnislaaga)
(ii) Bann við misnotkun markaðsyfirráða: Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð. (11. gr. samkeppnislaga)
(iii) Ógilding samruna
Telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða slík staða styrkist, eða verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, getur stofnunin ógilt samruna (17. gr. samkeppnislaga c) liður.)