Landsvirkjun til athugunar hjá samkeppnis- og ríkisstyrkjadeild ESA

ESA  hefur ákveðið  hefja rannsókn á því hvort ríkisábyrgð á afleiðusamningum Landsvirkjunar feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð.

Að mati ESA getur de facto ríkisábyrgð  á afleiðusamningum Landsvirkjunar vegna eignarhalds ríkisins á fyrirtækinu leitt til efnahagslegs ávinnings fyrir fyrirtækið og því virðast þær ekki vera í samræmi við EES-reglur. Í maí 2103 lauk rannsókn ESA á máli vegna ríkisábyrgða á skuldbindingum Landvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur  með því að

  • bæði fyrirtækin greiða nú sérstakt ríkisábyrgðargjald sem samsvarar ávinningi vegna ríkisábyrgða. Gjaldið er metið á hverju ári af sjálfstæðum aðila, og
  • ríki og sveitarfélög skulu aðeins gangast í ábyrgðir fyrir að hámarki 80% af heildarverðmæti skuldbindinga fyrirtækjanna. Ef svo vill til að fyrirtækin lendi í fjárhagserfiðleikum munu þau ekki eiga rétt á ríkisábyrgð vegna frekari skuldbindinga.

Ríkisábyrgðargjaldið samsvarar þeim ávinningi sem þau njóta vegna ríkisábyrgðarinnar. Má ábyrgðin ekki ná til meira en 80% af útlánum eða fjárhagsskuldbindingum.

Að því er varðar afleiðusamninga Landsvirkjunar, þa´eru ekki öll jurl konin til grafar. Þegar ESA hefur fengið fullnægjandi upplýsingar og lokið rannsókn sinni getur niðurstaðan orðið sú að ekki sé um að ræða ríkisaðstoð eða að ríkisaðstoðin sé í samræmi við EES-samninginn að hluta eða öllu leyti.

Eggert B. Ólafsson