Hagar una ógildingu Samkeppniseftirlitsins á samrunanum við Lyfju
Eggert B. Ólafsson hjá Samkeppnisráðgjöf sagði í viðtali við Viðskiptablaðið hinn 19. júlí s.l. að hann teldi ólíklegt að Hagar myndu kæra ógildingu Samkeppniseftirlitsins til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í gær, 10. ágúst, birti Kjarninn þessa frétt:
“Stjórn smásölufyrirtækisins Haga hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að hafna samruna Haga og Lyfju síðan 17. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag.
Hagar telja að sama niðurstaða muni koma úr áfrýjunarferlinu, enda „er ljóst að niðurstaða áfrýjunarnefndar myndi að mestu byggja á endurskoðun á þeim upplýsingum sem þegar hefur verið aflað af eftirlitinu“, eins og segir í tilkynningunni sem barst í dag.”