Gat í upplýsingagjöf Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið heldur úti góðri vefsíðu þar sem birtar eru flestar ákvarðanir þess í samkeppnismálum, þ. á m. í samráðsmálum og málum sem varða misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá gefur Samkeppniseftirlitið út rafræna ársskýrslu  um starfsemi sína. Hvorki á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins né í ársskýrslu þess er þó að finna heildstæðar upplýsingar um hve mörgum málum eftirlitið vísar frá árlega með kæranlegri ákvörðun. Upplýsingar um slík mál rata ekki inn á upplýsingasíður Samkeppniseftirlitsins nema sá sem sendi inn viðkomandi mál kæri synjun Samkeppniseftirlitsins til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þetta er bagalegt, því það væri í senn fróðlegt og gagnlegt ef  Samkeppniseftirlitið birti upplýsingar um hve mörgum málum það vísar frá árlega með ákvörðun og skýrði frá því, t.d í ársskýrslu sinni, hvaða atvinnugreinar eða markaðir hafi átt í hlut í þeim málum sem það vísaði frá. Slíkar upplýsingar myndu smátt og smátt kalla fram betri mynd af samkeppnisaðstæðum á viðkomandi mörkuðum. Ítrekaðar kvartanir, enda þótt engin ein hafi þótt það alvarleg að leitt hafi til rannsóknar, gæti verið vísbending um að samkeppnisaðstæður væru ekki með eðlilegum hætti á viðkomandi markaði eða í viðkomandi atvinnugrein sem aftur gæti leitt til þess að frekari upplýsingar kæmu fram um  samkeppnisaðstæður frá aðilum sem eru á eða eiga viðskipti við fyrirtæki á þeim mörkuðum sem um er að ræða.

Samkeppniseftirlitið á í raun sjálfdæmi um hvort  stofnunin taki mál til meðferðar Synjun SE á að taka kvörtun vegna  meints samkeppnislagabrots mál til rannsóknar þarf ekki að þýða að háttsemi, sem  kvörtun lýtur að, varði  ekki við samkeppnislög. Samkvæmt samkeppnislögum og málsmeðferðarreglum SE metur stofnunin í hverju máli fyrir sig  hvort tilefni sé til að hefja  rannsókn. Við það mat er því heimilt að líta m.a. til þess hvort kvörtun varði alvarlegt samkeppnislagabrot og hvort það sem kvartað er yfir varði viðskiptahagsmuni fleiri en þess sem kvartar og kunni því að hafa víðtæk skaðleg áhrif á samkeppni. Þá er Samkeppniseftirlitinu og heimilt að forgangsraða málum eftir mikilvægi.

Synjun Samkeppniseftirlitsins um að taka mál  til rannsóknar þarf ekki að þýða að allt sé í himnalagi. Ástæða ákvörðunar SE um að taka mál ekki til meðferðar getur því einfaldlega verið  ú að stofnunin telji að meint brot sé ekki nægjanleg alvarlegt og/eða að það hafi ekki víðtæk skaðleg áhrif á samkeppni á viðkomandi markaði enda þótt brotið væri staðreynd. Synjun SE um að taka mál til rannsóknar þarf sem sagt ekki að byggjast á því að stofnunin telji það ólíklegt að rannsókn muni  leiða í ljós samkeppnislagabrot, heldur getur stofnunin byggt synjun á því að hún telji að hugsanlegt brot varði ekki nægjanlega víðtæka hagsmuni. Eftir sem áður kann að vera um samkeppnislagabrot að ræða sem hefur töluverð eða mikil áhrif á samkeppnistöðuog  rekstrarskilyrði tiltekins fyrirtækis eða tiltekinna fyrirtækja með afleiðingum fyrir hagsmuni neytenda.

Hvað getur kvartandi gert ef Samkeppniseftirlitið neitar taka mál til meðferðar? Ákvörðun SE um að ekki sé tilefni til að opna rannsókn vegna tiltekinnar kvörtunar vegna samkeppnislagabrots má kæra til  Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Ekki er hægt að fá úrlausn dómstóla um ákvarðanir SE fyrr en kæruleiðir hafa verið tæmdar, þ.e. ekki fyrr en Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur úrskurðað um viðkomandi ákvörðun. Miðað við árangur þeirra sem hafa kært synjanir SE á að taka mál til rannsóknar virðist kæruleiðin ekki vera vænlegur kostur. Frá gildistöku núgildandi málsmeðferðarreglna Samkeppniseftirlitsins í september 2005 hafa 18 ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins um að hefja ekki rannsókn á meintum samkeppnislagabrotum verið kærðar til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í öllum tilvikum var kröfu kæranda, um að Áfrýjunarnefndin legði fyrir Samkeppniseftirlitið að taka viðkomandi mál til rannsóknar, hafnað. Af þessum 18 málum vörðuðu 8 meinta misnotkun á markaðsyfirráðum og/eða samkeppnislega skaðlega samninga. Flest hinna  nerust  um opinberar samkeppnihömlur.

Annar möguleiki – stefna máli beint fyrir almenna dómstóla Helstu efnisákvæði  samkeppnislaganna eru bannreglur sem lýsa  samkeppnishamlandi samninga og  misnotkun á markaðsráðandi stöðu ólöglega. Brot á þessum ákvæðum valda fyrirtækjum og einstaklingum tjóni. Ákvæðin hafa bein réttaráhrif í þeim skilningi að einstaklingar og fyrirtæki sem fyrir tjóni verða vegna  samkeppnislagabrotanna geta  stefnt hinum brotlegu fyrir dómstóla til heimtu skaðabóta án þess að þurfa að kæra mál fyrst til Samkeppniseftirlitsins. Það er þó skilyrði að mál liggi það skýrt fyrir að sönnun fyrir broti og tjóni sé gerleg samkvæmt þeim sönnunar- og réttarfarsreglum sem gilda í skaðabótamálum.

Tímasparnaður -Skaðabætur Það kann því að vera vert fyrir fyrirtæki sem telur að það sé fórnarlamb samkeppnislagabrots að kanna þann möguleika að stefna þeim sem það telur beri ábyrgð á broti beint fyrir dómstóla til heimtu  skaðabóta og spara sér þannig þann tíma sem málsmerðferð hjá samkeppnisyfirvöldum tekur og getur verið langur. Séu málsatvik á annað borð með þeim hætti að unnt er að sýna fram á samkeppnislagabrot án þess að atbeina samkeppnisyfirvalda þurfi til er það  í raun tímaeyðsla að kæra mál fyrst til  Samkeppniseftirlitsins auk þess sem það getur ekki sem stjórnvald tildæmt tjónþola samkeppnislagabrots skaðabætur. Sá tímasparnaðu getur þýtt að skaðabætur fást fyrr greiddar og  að hið eða hin brotlegu fyrirtæki láti fyrr af samkeppnislega skaðlegri hegðun sinni. Þegar það er haft í huga að dómsmál taka einnig að jafnaði langan tíma blasir við að það er kostur ef unnt er að sleppa langri málsmeferð fyrir samkeppnisyfirvöldum. Það verður þó að meta það í hvert sinn hvort rannsókn af hálfu Samekppniseftirlitsins á grundvelli þeirra víðtæku heimild til gagna- og upplsýngaöflunar sem sú stofnun hefur, sé forsenda þess að unnt sé að sanna skaðabótaskylt tjón fyrir dómstólum. Samkeppnisráðgjöf,  janúar 2015.

Eggert B. Ólafsson