Eggert B. Ólafsson á Kjarnanum

Alda samruna ríður yfir

Mikil sam­þjöppun er í ferða­þjón­ustu um þessar mund­ir, sam­kvæmt Egg­erti Ólafs­syni, lög­fræð­ingi sem sér­hæfir sig í sam­keppn­is­mál­um. Sam­kvæmt honum er ekki búist við því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið gagn­rýni sam­runa Iceland Tra­vel og Gray Line, jafn­vel þótt sam­eig­in­leg mark­aðs­hlut­deild félag­anna gæti verið mik­il.

Egg­ert birti grein um málið á vef Sam­keppn­is­ráð­gjafar, en í henni er greint frá fjölda sam­runa félaga innan ferða­þjón­ust­unn­ar. Sú fyrsta hafi senni­lega verið fyrir um einu ári síðan þegar fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn Eldey keypti í Norð­ur­sigl­ingu á Húsa­vík. Seinna um árið hafi sjóð­ur­inn Horn III svo keypti Hag­vagna og Hóp­bíla, en Kjarn­inn fjall­aði um kaupin fyrir stuttu

Í sumar hafi svo borið meira á sam­ein­ingum fyr­ir­tækja sem sér­hæfa sig í sölu á upp­lif­un­ar­ferðum og skoð­un­ar­ferða, líkt og með sam­runa Extreme Iceland og Arctic Adventures í maí síð­ast­liðn­um. Í síð­ustu viku var til­kynnt um yfir­töku Iceland Tra­vel á Gray Line og nú í þess­ari viku var sagt frá því að Eldey og Íslenskir fjalla­leið­sögu­menn væru að kaupa meiri­hluta í Arc­anum ferða­þjón­ustu.

Vikið er að því í grein­inni hversu fjöl­breyttir sam­run­arnir eru að gerð. Í fyrsta lagi séu það sam­steypu­sam­runar milli atvinnu­greina (Eldey og Norð­ur­sigl­ing), í öðru lagi lóð­réttir sam­runar innan ferða­þjón­ust­unnar (Iceland Tra­vel og Gray Line) og í þriðja lagið láréttir sam­runar (Extreme Iceland og Arctic Adventures).

Það sé sam­eig­in­legt sam­steypu­sam­r­unum og lóð­réttum sam­r­unum að almennt hafi þeir síður í för með sér sam­keppn­is­leg vand­kvæði heldur en lárétt­ir. Þó geti hinir fyrr­nefndu skapað hættu á upp­lýs­inga­leka, eða úti­lokun keppi­nauta frá mark­aði ef mark­aðs­hlut­deild beggja sam­runa­að­ila sé há.

Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hver mark­aðs­hlut­deild Iceland Tra­vel og Gray Line sé á við­kom­andi mörk­uð­um. Þó telur Egg­ert ekki senni­legt að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geri veiga­miklar athuga­semdir við sam­runa fyr­ir­tækj­anna, jafn­vel þótt mark­aðs­hlut­deild þeirra kunni að vera stór