Lög um Evrópska efnahagssvæðið
Á grundvelli laga nr. 2/1993um Evrópska efnhagssvæðið fullgilti Ísland saminingin um Evrópskt efnahagssvæði.
1. tl. 1. mgr. 1. gr. gr. laganna hljóðar svo:
Heimilt er að fullgilda fyrir Íslands hönd:
Samning um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samninginn), þ.e. meginmál samningsins, bókanir við hann og viðauka, ásamt gerðum, sem í viðaukunum er getið, milli Efnahagsbandalags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og aðildarríkja þessara bandalaga annars vegar og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu hins vegar, sem undirritaður var í Óportó hinn 2. maí 1992;
Í 1. gr. EES samningsins segir:
Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.
Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:
a. frjálsa vöruflutninga;
b. frjálsa fólksflutninga;
c. frjálsa þjónustustarfsemi;
d. frjálsa fjármagnsflutninga;
e. að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig
f. nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála. (Feitletrun bætt við hér á síðunni S@amkeppnisráðgjöf.is)
Þá segir m.a. í aðfarorðum- inngangi – EES samningsins:
SAMNINGSAÐILAR; ……. HAFA Í HUGA það markmið að mynda öflugt og einsleitt Evrópskt efnahagssvæði er grundvallist á sameiginlegum reglum og sömu samkeppnisskilyrðum, tryggri framkvæmd, meðal annars fyrir dómstólum, og jafnrétti, gagnkvæmni og heildarjafnvægi hagsbóta, réttinda og skyldna samningsaðila. (Undirstrikun bætt við hér á vefnum S@amkeppnisráðgjöf.is)
Sjá: https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/evropusamvinna/ees-upplysingaveitan/ees-samningurinn-yfirlit/