Brot úr sögunni

Frægustu orð John Sherman öldungadeildarþingmanns

Fyrstu samkeppnislögin í númtímaskilningi eru gjarnan talin vera hin svonefndu Shermanlög í Bandaríkjunum sem sett voru 1890 og kennd eru við aðalfrumkvöðulinn að setningu þeirra, John Sherman öldungadeildarþingmann frá Ohio. Orð Shermans öldungadeildarþingmanns hafa orðið fleyg, ekki síst þessi kafli úr ræðu hans þegar hann mælti fyrir bandarísku samkeppnislögunum sem æ síðan hafa verið kennd við hann:

“It is sometimes said of these combinations [trusts] that they reduce prices to consumers by better methods of production, but all experience shows that this saving of cost goes to the pockets of the producer. The price to the consumer depends on the supply, which can be reduced at pleasure by the combination. It will vary in time and place by the extent of competition, and when that ceases it will depend on the urgency of demand for the article. The aim is always for the highest price that will not check the demand, and for the most of the necessaries of life, that is perennial and perpetual.

But they say competition is open to all. If you do not like our prices, establish another combination or trust. As was said by the supreme court of New York, when the combination already includes all or nearly all the producers, what room is there for another? And if another is formed and is legal, what is to prevent another combination? Sir, now the people of the United States as well as of another countries are feeling the power and grasp of these combinations, and are demanding of every Legislature and of Congress a remedy for this evil, only grown into huge proportions in recent times. They had monopolies and mortmains of old, but never before such giants as in our day. You must heed their appeal or be ready for the socialist, the communist, and the nihilist. Society is now disturbed by forces never felt before.

The popular mind is agitated with problems that may disturb social order, and among them all, none is more threatening than the inequality of condition, of wealth and opportunity that has grown within a single generation out of concentration of capital into vast combinations to control production and trade and break down competition. These combinations  already defy or control powerful transportation corporations and reach State authorities. The reach out their Briarean arms to every part of our country. They are imported form abroad. Congress alone can deal with them, and if we are unwilling or unable there will soon be a trust for every production and a master to fix the price for every necessity of life.” (Úr ræðu John Shermans sem haldin var í öldungadeild Bandaríkjaþings 21. mars árið 1890).

Fyrsta frumvarpið

Frumvarp til samkeppnislaga var fysrt lagt fram hér á landi 1969. Frumvarpið náði ekki fam að ganga þar sem einn þingmanna Alþýðflokksins, sem þá myndaði tæpan meirihluta á Alþingi með Sjálfstæðisflokki, reyndist andvígur frumavarpinu þegar á reyndi.

Hér má sjá fyrsta frumvarp til samkeppnislaga.

Tillaga Verslunarráðs að samkeppnislögum

Eftir seinni heimstyrjöld hófu flest ríki Vestur Evrópu sem ekki voru þegar með samkeppnislög að innleiða slík lög, og önnur ríki, eins og Svíþóð  t.d., þar sem fyrstu samkeppnislögim voru sett 1925, samþykktu ný samkeppnislög á 6. áratugnum. Lög sem höfðu að geyma samkeppnisreglur voru hins vegar ekki settt hér á landi fyrr en 1978, (lög um verlag, samkeppni og óréttmæta viðskiptahætti nr. 56/1978). Ýmis  fyrirtæki og hagsmunasamtök í atvinnulífi höfðu þá um nokkurt skeið talað mikið um nauðsyn þess að setja lög sem hömluðu gegn einoknun og hringamyndun atvinnulífii, fyrst og fremst með Samband ísl. samvinnufélaga í huga. Árið 1976 stóð Verzlunarráð Íslands fyrir gerð tillögu um hvernig slík lög skyldu hljóða.

hér má sjá tillöguna.

 Rockefeller fyrir rétti

John D. Rockefeller var stofnandi Standard Oil sem síðar varð hluti  af  stærsta og valdamesta einokunarhringnum í sögu  Bandaríkjanna „the Standard Oil Trust“.  Sams konar einokunarhringjum var komið á fót í öllum helstu greinum iðnaðar í Bandaríkjunum á síðustu áratugum 19. aldar. Viðskipta- og starfsaðferðir einokunarhringjanna urðu til þess að samkeppnislög, „antitrust“ voru sett í Bandaríkjunum árið 1890. Í kjölfar málaferla sem stóðu árum saman var Standard Oil loks skipt upp í smærri félög samkvæmt dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1911.

Í myndbrotinu að neðan hefur söguleg skýrslugjöf John D. Rockefeller fyrir dómi verið sett á svið.

Bill Gates í vitnastúkunni

Í maí 1998 hófust réttarhöld í Bandaríkjunum í máli bandaríska dómsmálaráðuneytisins og saksóknara í 20 ríkjum Bandaríkjanna gegn Microsoft sem var gefið að sök að hafa hindrað samkeppni með ólögmætum hætti til að ná einokun á hugbúnaðarmarkaði.

Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að Microsoft hefði bæði brotið gegn 1. og 2. grein Sherman laganna frá 1890 sem banna tilburði til einokunar og samkeppnishamlandi samninga. Fyrirskipaði rétturinn að Microsoft skyldi skipt upp í tvö fyrirtæki, annað tæki yfir stýrikerfin, hitt skyldi reka aðra hugbúnaðarstarfsemi .

Eftir áfrýjun til millidómstigs þar sem úrskurði Jackosns dómara var aftur vísað heim í hérað vegna ágalla á málsmeðferð, luku aðilar málinu með sátt sem endanlega var staðfest í júní 2004. Sáttin fól í sér að Microsoft skyldi deila forrituanrviðmótum sínum með öðrum tölvufyrirtækjum.

Í réttarhöldunum gaf Bill Gates skýrslu fyrir Jackson dómara: Myndbandið að neðan sýnir hluta skýrslugjafarinnar.

 

Viðtal við Thomas Vinje

Það voru ekki einungis bandarísk samkeppnsiyfirvöld sem töldu að Microsoft hefði brotið samkeppnisreglur. Í júní 2012 lauk margra ára deilum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Microsoft með dómi General Court” Evrópusambandsins sem  staðfesti  sektarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar gagnvart Microsoft fyrir brot á fyrirmælum hennar. Myndbandið hér fyrir neðan sýnir viðtöl og yfirlýsingar ýmissa sem komu að þessum málaferlum, m.a. er viðtal við Thomas Vinje  aðallögmann þeirra sem kærðu Microsoft fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu, en Thomas Vinje flutti einmitt erindi á ráðstefnu hér á landi árið 2007 um Microsoft málið.